21.9.11

Fish and chips

Við keyptum ufsa í búðinni og ég grillaði hann og eldaði franskar með. Eða svona skífur, steiktar í olíu. Með salti. Stundum langar mann bara í franskar með fiskinum sínum. Vá hvað þetta var gott. Ufsi er skrýtinn fiskur. Hann er hálf blár eða grár á litinn, en það er víst vegna þess að hann er með svo hátt fituhlutfall. Kjötið er svipað og á þorski og fitan eins og á lax. Algjört dúndur.

Ég er hrifinn af stefnubreytingu Obama en það virðist engu skipta hvað hann gerir, fólk er ósátt. Ég held að demokratar séu bara miklu dómharðari en republikanar. Ég veit ekki hvað málið er. Hann er að standa sig brjálæðislega vel. Allavegana er Elizabeth Warren sátt. Ég er sammála því að hún ætti að verða fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna.

Það gengur bara vel að vera ólétt. Ég er komin yfir tímabilið þar sem mig langaði ekki í súkkulaði eða eitthvað svona gott. Núna langar mig stanslaust í kökur, ís, súkkulaði, lakkrískonfekt. Alla malla. Franskar. Ekki með sósu samt. Það finnst mér ekki lekkert.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?