28.8.11

Saumaskapur



Ég veit ekki hvort systir mín rifni af stolti þegar hún sér afraksturinn af kvöldinu en fyrir mér er þetta stórsigur. Ég kveikti á saumavélinni. Fattaði hvar tvinnakeflið átti að vera (það liggur lárétt!). Setti tvinna á spólu og kom henni fyrir. Fattaði hvernig á að skipta um spor á þessu tryllitæki. Saumaði síðan heila 9 þvottapoka og eitt þvottastykki úr slopp sem mamma átti fyrst, síðan ég og gott ef Sunna ekki líka.


Comments:
Glæsileg frammistaða......og vistvæn :-)

Gott að Irene fór ekki illa með ykkur.

Knús á ykkur og bumbuna;
Begga
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?