24.8.11
Nammi namm
Eitt af því góða við að vera atvinnulaus er að þá er nægur tími til að elda og njóta þess að vera til. Í gær bjó ég til pasta. Ravíólí með grænkálsfyllingu. Það var ljómandi gott. Reyndar sauð ég það ekki alveg nógu lengi en þetta var líka fyrsta tilraun. Óli drakk heimabrugg með og við fíluðum okkur svaka vel. Eggin og hveitið í pastanu frá bóndabæjum í New York fylki. Fyllingin líka að undanskildum ostinum. Hann var frá Ítalíu. Tómatarnir líka local. Hérna er mynd af Óla.
Ég gerði tagliatelle úr afganginum af pastadeiginu og í hádeginu var meira pasta. Með local lauk, grænkáli og papriku. Það var líka ljómandi. Núna er Óli í eldhúsinu að elda kræklinga. Á belgíska vísu. Það finnst okkur einnig gott. Ljúfa líf.
Ég gerði tagliatelle úr afganginum af pastadeiginu og í hádeginu var meira pasta. Með local lauk, grænkáli og papriku. Það var líka ljómandi. Núna er Óli í eldhúsinu að elda kræklinga. Á belgíska vísu. Það finnst okkur einnig gott. Ljúfa líf.