20.8.11

Komin aftur heim...

til Óla míns.

Héðan er allt ljómandi gott að frétta. Í gærkvöldi kom mesta hellidemba sem ég hef á ævinni séð. Það sást ekki í næsta hús.

Ég átti ljómandi góða ferð til Íslands. Heim til mín. Tíminn leið náttúrulega allt of hratt. Maður heldur að maður geti gert svo margt en síðan fer mest allur tíminn í afslöppun og huggulegheit. Sem er ekki umkvörtunar efni.

Hérna í New York er ég ólétt. Komin 4 mánuði áleiðis og 5 eftir. Barnið á að fæðast í Janúar. Á afmælisegi pabba síns eða afa. Við erum búin að segja upp leigunni á þessari fínu íbúð. Eins og það er gaman að labba upp alla þessa stiga. Snökt snökt. Ég er að fara að leita að subletti einhverstaðar útí sveit hugsa ég. Er tilbúin að flytja úr þessari borg. Í bili allavegana. Sjáum til hvað gerist.

Comments:
Elsku Tinna mín. Alveg er ég sannfærð um að þú verðir frábær móðir :) Innilega til hamingju bæði tvö með ekkert smá heppinn bumbubúa með ykkur tvö sem foreldra. Ást
 
Takk fyrir það Svava mín :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?