28.8.11
Irene farin norður
Irene olli ekki miklum usla hérna á upper west þar sem við Óli erum. Við vorum við öllu viðbúin. Ég eldaði kjúklinginn fyrir daginn í dag í gær ef svo skyldi fara að hér yrði rafmagns og gas laust. Óli fyllti allar bjórflöskurnar af vatni og tók inn svala húsgögnin. Það er betra að vera öruggur en með eftirsjá, eins og menn segja hérna megin við Atlantshafið. Hundruðir þúsunda manns eru án rafmagns og tré eru hér brotin útum allt.