23.8.11
Drami í max
Við Óli sitjum í mestu makindum við hádegisverðaborðið að borða nýbakað brauð og rauðrófusalat. Messa í C minor eftir Mozart ómar um allt þegar borðið fer að skjálfa og skáphurðirnar sveiflast fram og aftur. Jarðskjálfti sem átti upptök sín í Virginíu var að hrista okkur. Við höfum náttúrulega tekið vel eftir í allskonar fræðslumyndböndum og drifum okkur í hurðakarminn. Manni líst nú ekki á blikuna í svona múrsteina höll eins og við búum í. Síðan hlupum við niður alla leið út á götu og þar er að sjálfsögðu bara allt í himnalagi. Enginn hefur tekið eftir neinu og ekkert er öðruvísi en við er að búast. Svo við máttum þramma aftur upp alla stigana til að klára hádegisverðinn. Messan tók á móti okkur lafmóðum. Mjög dramatískt.