16.7.11
Fiskur og kjöt
Ég er með járnskort, hver er ekki með járnskort?, en núna er hann meiri en venjulega og því er ég að reyna að vinna úr því. Keypti járnmixtúru úr allskonar rótum og dóti sem á að virka svaka vel. Auk þess erum við Óli farin að borða meira kjöt. Ég var um það bil hætt að elda kjöt því, jah, ég veit ekki alveg af hverju, mér finnst bara skemmtilegra að elda grænmeti en nú er annað uppi á teningnum. Við vorum með steik í gær og aftur í kvöld. Daginn þar áður eldaði ég kassarólu með baunum og svínakjöti. Hún var ágæt. Baunir eru líka jarnríkar. Nema hvað. Síðan notaði ég einhverja reiknivél á netinu og komst að því að í einni steik er bara 20% af ráðlögðum dagsskammti af járni. Og kjöt er það járnríkasta sem til er. Fyrir utan kannski blóð. Hvernig í ósköpunum á þetta að geta gengið upp spyr ég bara.
Óli er kominn með æði fyrir smá-fisk. Við erum búin að vera að borða sardínur. Ferskar, úr dós, með ólíu, tómötum, jú neim it. Síðan fór hann til Íslands og hvað gerðist þá! Hann kom heim með loðnu. Loðnu. Svo núna erum við að borða loðnu. Þetta líf. Maður veit aldrei hvert það fer með mann. Uppá Siglufjörð ef maður passar sig ekki.
Óli er kominn með æði fyrir smá-fisk. Við erum búin að vera að borða sardínur. Ferskar, úr dós, með ólíu, tómötum, jú neim it. Síðan fór hann til Íslands og hvað gerðist þá! Hann kom heim með loðnu. Loðnu. Svo núna erum við að borða loðnu. Þetta líf. Maður veit aldrei hvert það fer með mann. Uppá Siglufjörð ef maður passar sig ekki.
Comments:
<< Home
Hæ skvís, ég tékkaði á járninu sjálf fyrir nokkru og það er hægt að halda sig í grænmetinu samt ef maður vill, mikið járn í t.d. fersku spínati og þurrkuðum aprikósum - samt mest í járnbætta cheeriosinu, snakka það bara beint án mjólk :) t.d. gott að strá vel af fersku spínati yfir pizzu. Blóðmör og lifur eru járn meiri en steikin líka. Vona að ég heyri í þér í ágúst, það væri gaman að sýna þér sveitina mína þarna rétt við hliðina á sveitinni þinni. Knús yfir hafið. Lilja.
Já, vil endilega sjá þína sveit.
Annars er það erfitt með járn í grænmeti, vegna þess að það er allt non-heme sem ég veit svosem ekki hvað þýðir en er erfiðara fyrir líkamann að nýta. En það fer örugglega eftir genunum manns og blóðflokki og allskonar.
Skrifa ummæli
Annars er það erfitt með járn í grænmeti, vegna þess að það er allt non-heme sem ég veit svosem ekki hvað þýðir en er erfiðara fyrir líkamann að nýta. En það fer örugglega eftir genunum manns og blóðflokki og allskonar.
<< Home