4.6.11

Er birta fer og hlýna

og sólin sæta að skína
frændur hingað streyma
ferðatöskur geyma
lakkrís góðan og meira

chilla uppá þaki
Ragga og hennar maki
eða rölta meðfram götum
fín í nýjum fötum


Ég verð að reyna að æfa mig í þessu eitthvað. Alveg skammarlegt. Kann ekki lengur að ríma. Set þetta samt hérna sem hvatningu til að gera betur næst. Það er annars búið að vera alveg yndislegt hjá okkur undanfarna 10 daga með Andra og Ragnheiði. Þau voru yndislegir gestir, eins og allir gestirnir okkar reyndar, og gaman að chilla með þeim.

Á mánudaginn er ég að fara til Chicago. Lokaheimsókn. Er að fara að útskrifast. Jei. Kominn tími til. Ég er búin að panta kufl og hatt. Aðeins eins og að vera að fara að fermast. Þá er kannski enginn hattur reyndar. Mamma, Gía, Þórður og Óli auðvitað ætla að koma og taka þátt. Sjá mig taka í hendina á skólastjóranum. Gaman gaman.

Comments:
Til hamingju elsku Tinna! Þú ert svo mikill snillingur:) hugs and kisses
 
Til lukku elsku Tinna mín, eruð þið á förum frá NY ??

knús Heiða frænka
 
Ánægð með vísuna!;D Takk enn og aftur fyrir okkur, þetta var frábært.
Og til hamingju með útskriftina!

Kv. Ragnheiður og Andri
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?