19.5.11

Tengdapabbi í heimsókn

Það er yndislegt og svaka mikið chill. Við fórum í morgungöngu þvert yfir allan central park og núna erum við að fara á B-cafe í kvöldmat. B-cafe er belgískur bar og veitingahús sem við Óli elskum jafnt og lífið sjálft. Þar fær maður besta bjór í heimi í einstaklega fínum glösum og kræklinga með ef maður kærir sig um. Það er svosem ekki mikið skipulag nema bara njóta lífsins og slaka á. Borða góðan mat og fara kannski á tónleika.

Uppáhaldssvíinn minn þessa dagana er Hans Rosling. Hann er enginn venjulegur maður. Læknir, akademiker, tölfræðingur og gæðablóð. Gapminder er síðan hans þar sem maður getur leikið sér að tölfræði. Ha! Þetta hefði manni ekki dottið í hug í TÖL213, að það væri hægt að leika sér að tölfræði. Mér finnst náttúrulega CO2 emissions leikritið svaka skemmtilegt. Maður getur séð hvernig iðnbyltingin byrjaði í Bretlandi en síðan árið 1905 tóku Bandaríkin frammúr þeim. Annað sem er crazy er að árið 1840 var CO2 útblástur Bretlands (á haus) meiri en flest Afríkuríki í dag. Það er reyndar svolítil óvissa á þessum gögnum um gamla daga en samt. Munurinn er svaka mikill.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?