26.5.11
Hvers ertu virði
Ég var ekkert smá ánægð með að lesa þessa grein á npr.org í dag. Hún fjallar um hvernig internetið hjálpar manni að líða eins og maður sé einskis virði. Ef maður fær ekki like á facebookið sitt. Ekki nógu margir lesa bloggið manns. Maður er bara með 200 vini meðan flestir eru með 500 eða 5000.
Ég verð að viðurkenna að það er stór ástæða þess að ég hætti að vera með facebook síðu. Ég fílaði ekki að láta mæla mig svona. Það er náttúrulega ekki heimurinn sem er að mæla mann heldur maður sjálfur. En öll tækni og tól eru fyrir hendi og það er allt of mikið in your face.
Af hverju ætli fjöldi vina standi svona innan sviga? Er tilgangurinn sá að gera manni kleift að bera saman hvað hver á marga vini? Er það í alvörunni málið? Kannski er það til að kveikja áhuga hjá fólki. Fólk er svo mikið keppnis að það getur ekki staðist freistingarinnar. Getur ekki staðist freistingarinnar að reyna að fá fleiri vini en nágranninn. Eða besta vinkonan. Það er örugglega stór ástæða fyrir því að mannfólkið varð ofaná en ekki Neandertal maðurinn. Hann hefur örugglega ekki verið jafn mikill keppnis maður.
Það sem er af okkur Óla að frétta er að við kvöddum Atla á mánudaginn. Það var svaka fín heimsókn. Við fórum á uppáhalds veitingastaðinn okkar, borðuðum morgunmat á svölunum, fórum með ferjunni að skoða frelsisstyttuna. Gerðum þau mistök að tékka á Staten Island frekar en að fara bara með ferjunni beint til baka eins og maður á að gera. Það sem voru ekki mistök voru óteljandi göngu, hlaupa og hjólaferðir í central park. En núna eru þau hérna Andri og Ragnheiður að skoða New York. Þau komu bara í gær, kát og hress. Við erum að hugsa um að fara í Brooklyn Brewery um helgina.
Ég verð að viðurkenna að það er stór ástæða þess að ég hætti að vera með facebook síðu. Ég fílaði ekki að láta mæla mig svona. Það er náttúrulega ekki heimurinn sem er að mæla mann heldur maður sjálfur. En öll tækni og tól eru fyrir hendi og það er allt of mikið in your face.
Af hverju ætli fjöldi vina standi svona innan sviga? Er tilgangurinn sá að gera manni kleift að bera saman hvað hver á marga vini? Er það í alvörunni málið? Kannski er það til að kveikja áhuga hjá fólki. Fólk er svo mikið keppnis að það getur ekki staðist freistingarinnar. Getur ekki staðist freistingarinnar að reyna að fá fleiri vini en nágranninn. Eða besta vinkonan. Það er örugglega stór ástæða fyrir því að mannfólkið varð ofaná en ekki Neandertal maðurinn. Hann hefur örugglega ekki verið jafn mikill keppnis maður.
Það sem er af okkur Óla að frétta er að við kvöddum Atla á mánudaginn. Það var svaka fín heimsókn. Við fórum á uppáhalds veitingastaðinn okkar, borðuðum morgunmat á svölunum, fórum með ferjunni að skoða frelsisstyttuna. Gerðum þau mistök að tékka á Staten Island frekar en að fara bara með ferjunni beint til baka eins og maður á að gera. Það sem voru ekki mistök voru óteljandi göngu, hlaupa og hjólaferðir í central park. En núna eru þau hérna Andri og Ragnheiður að skoða New York. Þau komu bara í gær, kát og hress. Við erum að hugsa um að fara í Brooklyn Brewery um helgina.
Comments:
<< Home
hmmm.....athyglisverðar Facebook pælingar sem ég skil mæta vel :-) Ég er nú samt enn á Facebook með hundrað sjötíu og eitthvað vini :-)
Góða skemmtun með gestunum; tók eftir því þegar við fengum skiptnemann okkar hann Gaston að maður upplifði hversdagslega hluti á nýjan hátt, í gegnum hans augu.
Knús og bestu kveðjur,
Begga
Skrifa ummæli
Góða skemmtun með gestunum; tók eftir því þegar við fengum skiptnemann okkar hann Gaston að maður upplifði hversdagslega hluti á nýjan hátt, í gegnum hans augu.
Knús og bestu kveðjur,
Begga
<< Home