20.4.11

Jamie Oliver

er annar karakter sem ég er svaka hrifin af. Hann er hoppandi yfir mætaræði fólks hérna í Bandaríkjunum. Og annars staðar. Hann er hoppandi yfir nútíma, vesturlanda skynibita fæði. Og hann er að gera eitthvað í málinu. Í fyrra fór hann til Huntington í Vestur Virginíu og nú er hann í Los Angeles að halda áfram með food revolution. Skólayfirvöld vilja ekkert hafa með hann að gera. Þetta er svaka spennandi. Til að fjármagna byltinguna tekur hann allt upp á band og býr til sjónvarpsefni. Sem ég get horft á á hulu. Jei.

Við Óli erum að fara til Frakklands á föstudaginn. Ætlum að hitta mömmu og Sunnu og fara til Búrgundarhéraðs í vínsmökkun og chill. Vá hvað okkur hlakkar til. Síðan er ég að fara á ráðstefnu til Belgíu og það verður örugglega góð ráðstefna líka. Vinkona mín frá Seattle verður þar líka og við munum deila herbergi. Ég kynntist Deirdre síðasta sumar þegar hún var í Chicago að skrifa fyrir Chicago Tribune og vantaði stað til að búa á. Þá vildi svo heppilega til að ég bjó í flenni íbúð með auka herbergi sem hún gat leigt. Alveg stórkostlegt. Og núna erum við að fara á sömu ráðstefnu. Ekkert smá nice. Það getur verið aðeins einmanalegt á svona ráðstefnu ef maður þekkir engan.

Síðan ætla ég að koma við í Brussels og heilsa upp á mína æskuvinkonu áður en ég fer aftur til BNA og beint á ráðstefnu á vesturströndina. Svaka mikið að gera þessa dagana. Oregon ráðstefnan er í sambandi við mælingar sem við gerðum við ströndina. Þetta er svaka stórt verkefni sem miðar að því að læra eitthvað um hvað gerist með CO2 á vestruströndinni. Sjór úr iðrum Kyrrahafsins vellur upp á ströndinni, þess vegna er sjórinn svona kaldur þar, ein einmitt þess vegna er hann fullur af CO2 og það er það sem er svo áhugavert og agnirnar mínar gegna lykilhlutverki. Svaka spennandi.

Comments:
gott að heyra Tinna mín, gaman að það sé allt í gangi, hljómar allt gaman og spennandi:) Ég sá Jamie Oliver þátt þar sem hann var í USA. Ég alveg "dó" smá ég var svo hneyksluð á mataræðinu, omg! Hann kom inn á heimili þar sem allir voru í skelfilegu formi og ekkert nema pönnukökur, pizzur og pulsur í matinn. Hann fann ekkert hollt í eldhúsinu og strákurinn á heimilinu sem var 9 eða 12 ára var bara hreinlega með heilsufarsleg vandamál út af þessu! Ji, minn eini, ég átti ekki til orð ég var svo hneyksluð á mömmunni. Hún fór að gráta og allt og svo fóru þau út í garð og jörðuðu djúpsteikingarpottinn (sem hún hafði notað í allar máltíðir hingað til eða eitthvað álíka: ái!)
kiss kiss, Svava
 
Thess vegna hef eg ekki getad nad i thig i sima! :)
Skil! Gangi ther vel a ollum thessum radstefnum, hljomar svakaspenno.

Knus,
Sigurdis
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?