24.2.11

Gnuplot á tölvunni minni

Þvílíkur léttir. Ég er búin að vera að vinna í því að setja gnuplot inná tölvuna í fleiri fleiri vikur. Alltaf eitthvað vesen. En núna er ég komin með fink og það virkar og þá loksins gat ég sett inn gnuplot. Það er varla hægt að lýsa því hversu mikilvægt það er að vera með gnuplot og hversu góð tilfinning það er líka. Pheew.

Lífið hérna vestanhafs gengur ljómandi vel. Við Óli fórum í vetrarferð upp til Vermont um helgina. Heimsóttum kunningjafólk okkar sem á þar annað heimili í miðjum skógi, rétt við skíðasvæði. Algjör himnasæla. Það var yndislegt að komast útúr borginni og fá smá útiveru. Maður er algjör innipúki.

Á laugardaginn verður þorrablót í New York. Það er víst besta blótið í Ameríku. Fólk hvaðan að kemur til New York til að fá slátur og hákarl. Sigurdís og Rósa eru að koma frá Boston. Það verður gaman að sjá þær. Sigurdís ætlar að koma með gítarinn. Kannski hún geti spilað aðeins fyrir partíið svo ég geti fengið að æfa mig að syngja. Ég kem nefnilega úr svo laglausum fjölskyldum, á báða bóga að ég ætti eiginlega ekki að syngja í mannamótum.

Comments:
gnuplot og fink.. er það eitthvað sem venjulegir þurfa líka? :)
 
:) Venjulegir!

Ég hugsa að þetta sé bara smekkur. Sumum finnst Gucci, aðrir eru meira fyrir hjálpræðisherinn. Spurning hvað hentar hverjum og einum.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?