3.2.11

Ekki er soðin súpan þótt seyðið sé komið í pottinn

Ég er á súpuskeiðinu. Það er eitt af því sem maður lendir í þegar maður er þrjátíu og eitthvað. Í gær eldaði ég súpu út gulum baunum, með spínati og hrísgrjónum líka. Hún var ágæt en ég átti ekki nóg af baunum og var búin að gleyma því þegar ég setti vatnið. Þannig að hún var því miður aðeins og þunn. Aðrar súpur sem ég eldaði í janúar voru byggsúpa, lauksúpa, grænkálssúpa, pipar/paprikusúpa sem var svo sterk ég var í mestu vandræðum með að borða hana, og gúllassúpa. Allar grænmetissúpurnar eru eftir Deborah Madison. En hún er uppáhaldskokkurinn minn. Súpurnar hennar eru tví-laga. Það er súpa. Og síðan er eitthvað til að gera áferð. Eins og í gær var súpa úr gulum baunum með smá lauk og kóriander og allskonar kryddi og síðan nokkrar skeiðar af hrísgrjónum og spínat til að gera hana meira spennandi. Plús jógúrtsósa ofaná.



Á föstudaginn í tilefni afmæli föður míns fórum við Óli í óperuna. Að sjá Simon Boccanegra. Það er ekki mjög frægt verk eftir Verdi en alveg stórkostlegt. Ég hefði ekki trúað því að það væri svona gaman að fara í óperuna. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer. Í óperunni í New York er textabox í sætisbakinu fyrir framan mann svo maður getur fylgst með hverju orði sem þau syngja. Það var mjög skemmtilegt því textinn í þessu verki var svo fallegur. Og sagan var svo flókin að maður hefði verið ekki skilið baun án hans. Þetta verk var svaka áhrifamikið. Sérstaklega í lokin þegar afinn og pabbinn sættast. Ég man bara þegar pretty woman fór í óperuna og fór að háskæla. Það var mín upplifun. Upp á hár.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?