10.2.11

Búdrýgindi

Er kannski ekki alveg rétta lýsingin en við hjónin erum að brugga batch númer tvö í fataskápnum. Það er dimmasti staðurinn í íbúðinni. Batch númer eitt er að gerjast í flöskum. Smökkuðum það rétt aðeins en verðum að bíða í rúma viku til viðbótar. Þetta er ekki lítið spennandi viðfangsefni. Ég gaf Óla brugg-kit í afmælisgjöf. Það fylgdi bygg, rétt ristað og meðhöndlað, humlar og ger. Vonandi kemur að því að við kaupum bygg og ristum það sjálf en þetta er enn á byrjunarstigi.

Það sem er ekki á byrjunarstigi er greinin mín. Komin með 1702 orð og hún má ekki vera lengri en 2000. Þetta er bara "bréf", varla grein. En ekki er einfaldara að skrifa fá orð. Ég hugsa að ég sé búin að skrifa svona fimm sinnum fleiri sem hafa strokast út.

Annað sem er í gangi hérna í New York er að það eru svaka sætir krakkar í heimsókn hjá okkur. Birta heita þau og Árni Freyr. Þau eru svaka spennt fyrir New York og eru að skemmta sér alveg konunglega. Alveg yndislegt.

Ég er að smakka vínið og bíða eftir að maðurinn minn kemur heim úr vinnunni. Það er svaka góður tími til að blogga. Mér finnst gaman að hugsa til þess að það að blogga er frekar gamaldags. Í dag eru menn að læka facebook statusa eða tweeta.

Annars er ekki mikið í fréttum. Ég er að fara í smá skrepp til Chicago í næstu viku. Það verður örugglega ágætt. Gaman að hitta David. Ég sakna hans svo. Núna þegar ég er búin að verja ritgerðina.

Comments:
Hvað er batch? Hljómar reyndar vel þetta verkefni hjá þér/ykkur, skil að þetta er drykkur.........

Ég er mjög glöð yfir blogginu þínu, kannski af því að ég er gömul :-)

Knús
Begga
 
Við erum að brugga bjór. Batch er skammtur. Eða þannig. Fyrsta tilraun heppnaðist fáránlega vel. Fáránlega. Erum með þriðja bruggið (batchið) í gangi núna. Fyrsti skammtur meira og minna búinn. Bara ein flaska eftir sem við erum að spara handa Sigurdísi og Rósu. Annar skammtur er í gerjun í flöskunum. Verður til eftir rúma viku. Þriðji skammtur er í fyrstu-gerjun, í karöflunni. Hann verður til eftir 3 vikur. Þetta er svaka skemmtilegt :)

Gaman að þú sért sátt við bloggið mitt Begga :D Mér finnst gaman að þú lesir það.
 
hehehe...gaman að þessu; kannast við ferlið frá því við vorum í menntaskóla. Áttum góðan félaga sem var alger snillingur í bruggun bjórs og deildi veigunum með vinum sínum :-) Gangi ykkur vel með framleiðsluna!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?