16.12.10
Ráðstefnublogg
Ég er í San Francisco á ráðstefnu þessa dagana. Það er svosem ágætt. Fullt af fyrirlestrum og plaggötum. Og það sem menn hér vilja kalla óskarsverðlaunahátíð jarðeðlisfræðinga. Við fórum vegna þess að prófessorinn minn var að fá orðu og ég get ekki misst af því. Þrátt fyrir það að konur eru að taka yfir heiminn ( sjá t.d. Hönnu Rosin hér: http://www.ted.com/themes/celebrating_tedwomen.html. Halla er með súper flott erindi líka. ), þá voru 90% þeirra sem fengu orðu eða viðurkenningu karlmenn. Það eru 19.200 manns á þessari ráðstefnu.