10.9.10

To be or not to be

Krakkar eru alltaf að spyrja mig á ég að fara í doktorsnám. Ef ég ætti backup af öllum svörunum sem ég hef gefið þá væri þar allur skalinn. Tvímælalaust já og tvímælalaust nei.

Þannig að ég er búin að vera að spá í því. Hvert er raunverulega svarið við þessari spurningu. Og ég hugsa að það sé hvernig lífi villtu lifa. Vegna þess að fara í doktorsnám er eins og að vera unglingur. Það er algjörlega lífsmótandi. Maður er að setja sjálfan sig inní akademíska stofnun og láta móta sig. Maður er með leiðbeinanda sem er hysterískur eins og foreldri um hvað maður er að gera, hvað maður er að hugsa, hvaða ákvarðanir maður tekur, hvaða skoðanir maður er með.

Spurningin er náttúrulega hversu mikinn áhuga hefur maður á því að ganga í gegnum annað unglingstímabil í lífinu. Það sem maður fær útúr því er að skilja svaka vel hvernig lítill hluti af heiminum virkar. Og það er alveg skemmtileg tilfinning. Það er tilfinning eins og að geta andað djúpt í fyrsta sinn. Nýr heimur opnast. Þetta er náttúrulega óttaleg klisja en þannig er það. Það er nýtt herbergi í höfðinu á mér þar sem allskonar er að gerast. Allskonar áhugavert. Eins og að það sé komið skautasvell í þorpið. Það eina sem mann langar til að gera er að fara út á skauta.

Það sem maður fær ekki er að lifa í róleguheitunum. Heimsækja ömmu sína og afa. Sýna þeim nýjasta afkæmið og fara í útilegu á Þingvöllum. Það er nú sennilega það sem ég hefði kosið ef einhver hefði rétt mér multiple choise próf í lífinu. En ég var of ástfangin af Óla mínum og núna gæti ég ekki verið hamingjusamari með valið sem alheimurinn tók fyrir mig.

Forsendan hlýtur samt að vera áhugi. Það sennilega ekki þess virði að taka þátt í svona námi nema maður hafi fáránlega mikinn áhuga á því að skilja betur hvernig eitthvað spliff virkar. Annars er þetta bara kvöl og pína.

Comments:
Góðar pælingar elsku Tinna :-) Skrítið hvernig rætist alltaf úr fyrir manni, en einkum þeim sem eru jákvæðir og með opinn hug eins og þú :-)

Hugsa til þín á lokasprettinum og sendi þér alla mína sterkustu og bestu strauma :-)

Knús
Begga
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?