22.9.10

Hæsta í ordeal

Ég fór heim að sækja dótið sem ég hafði ekki komist með í morgun. Gekk inn í geymslu og hvað!? Ekkert dót á sínum stað. Einhver hafði greinilega komið til að ryksuga og allt dótið mitt var horfið. Ég leitaði útum allt og í ruslinu líka. Bara rusl í ruslinu.

Þá gerðist eitt mjög óvenjulegt. Ég hringdi í eitt af 10 númerum í sambandi við íbúðina og hver ætli hafi svarað annar en sá sem ryksugaði í morgun. Hann hafði sett dótið mitt inn í kompu. Svo ég gat farið í hana og fundið dótið. Og raðað því á hjólið hans Óla sem ég var einmitt líka að sækja.



Hele klabbet hrundi bara tvisvar. Þetta voru ekki nógu góðar teygjur sem ég var með. Það var aðal vandamálið. Hitt var að það var bara ekki nógu góður balans á öllu saman. Síðan þar sem ég er komin af stað með det hele og búin að átta mig á því að ég verð að reiða hjólið kemur arkandi á móti mér dúd. Sem vill endilega hjálpa. Fyrir launum til að borða í tvo daga. Við lentum næstum því í slagsmálum því hann hélt hann gæti hjálpað mér en aðal hjálpin hefði verið í því að láta mig vera. Endaði með því að ég þurfti að gefa honum dollar til að láta mig í friði. Ég var brjáluð og hann varð skíthræddur.

Efst á toppnum dinglar ísvél. Ég er búin að burðast með þessa ísvél milli horna Hyde Park, borðað fullt af ís en aldrei neinn sem ég bý til í ísvélinni. Það eru engin takmörk fyrir því hvað maður getur verðið delusional.

Comments:
aaahahahaha! Þetta er yndisleg lesning og mjög fyndin. Flott að setja mynd af þessu inn. You just made my day:) takk Tinna!
 
oooo, mig langar svo í ísvél. En svoleiðis kaupa konur ekki hér eftir gengisfall. Prófaðu að setja jógúrt, hunang, vanillu og hindber í ísvélina. Lostæti.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?