14.9.10
Herbergisfélagi
Hún er flutt inn aftur. Stelpa sem býr í herberginu við hliðiná mér. Þvílíkt ofdekraðan krakkasnúð hef ég aldrei áður hitt. Það er komið haust í Chicago. Tvímælalaust peysu veður. Stelpan er búin að vera heima í 10 mínútur þegar hún spyr mig hvort mér sé sama þótt hún kveiki á loftkælingunni. Ég spyr hana af hverju hún opni ekki bara gluggann í herberginu sínu. "Mér er bara alveg brjálæðislega heitt!!" hálf kvæsti hún. Síðan kveikti hún á loftkælingunni sem er algjört skrímsli, þvílík læti og hristingur. Guð minn góður. Hún gekk útum allt hús að loka gluggum, nema inn í herbergið mitt og þegar ég kom þangað inn var þar helmingi kaldara en í stofunni. Vegna þess að það voru bara 18 gráður eða eitthvað úti. Þessi stelpa er algjört fenomenon eins og maður segir.