17.9.10

Halló

Það gæti verið að ég hafi eitthvað yfir-reagerað á þessum herbergis félaga.

Við Óli erum að leita okkur að íbúð í New York. Það er svo mikill höfuðverkur að það hálfa væri nóg. Sérstaklega fyrir Óla þar sem hann er að standa í því. Við vorum búin að finna íbúð. En síðan datt það uppfyrir svo nú erum við á markaðnum aftur. Jæja.

Ég er komin með 97 síður í ritgerðina mína. Úff. Síðasti kaflinn er eins og er bara 8 síður. Það vantar aðeins í hann en ég er orðin svo uppgefin. Ég veit varla hvað ég heiti lengur. Ég gleymdi meira að segja að fara í nudd-tímann sem ég var búin að panta mér. Gleymdi líka að það er ein nótt sem ég er heimilislaus þegar Liz bauð mér að passa húsið sitt akkúrat þá nótt. Síðan mundi ég það. Það var nú gott.

Á fimmtudaginn er ég að fara til New York að hjálpa Óla að pakka. Vonandi verður hann kominn með íbúð þá. Það er aðeins fáránlegt hvað við erum mikið á-síðustu-stundu-fólk. Við ætlum að leigja plast-kassa til að pakka dótinu okkar í. Jei. Það finnst mér spennandi. Engir pappakassar. Ekkert límband. Bara umhverfisvænt.

Comments:
"Við ættum að stofna Hampiðju kvenna og hampa, hampa og hampa hver annarri, enda ekki ástæða til annars." (Gerður Kristný i viðtali við Fréttablaðið 18. spetember 2010)

Hér með færð þú fyrsta hampið Tinna. Þú ert frábær.

Og rífandi gangur í skrifunum á síðustu metrunum. Áfram svona! Þetta verður spennandi lestur.

Gía
 
Til hamingju með ritgerðina Tinna! Gengur greinilega vel hjá þér - og já, að finna íbúð í NYC virðist geta verið mikill höfuðverkur. Ég skal tékka á Rósu og athuga hvort hún viti um eitthvað fyrir ykkur :=)
Gangi þér svo vel á lokasprettinum!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?