7.9.10

Góð helgi með manninum mínum

Já, helgin sem var að líða var verkamanna helgin. Það var nú aldeilis indæl helgi. Þrátt fyrir læti í Earl komst Óli til Chicago á réttum tíma og ég sótti hann á flugvöllinn. Í strætó. Mig langaði bara að sjá hann eins mikið og mögulegt var. Það er ekki hægt að láta bílleysi stöðva sig þegar ástin er annars vegar.

Á laugardaginn fórum við í brúðkaup til pars í deildinni minni sem var alveg dúndur stuð. Þau blönduðu tvem litum af sandi í flösku sem þau eiga síðan að setja á arinhilluna og geyma forever. Þetta er eitthvað móðins núna að búa til svona unity-sand-verk. Síðan var voða fínn matur, opinn bar og dansað fram eftir nóttu. Eitt af því merkilegasta við þetta brúðkaup var að það var haldið á campus HU. Hamburger University. Þangað sem allir sem reka vilja McDonalds búllu verða að fara að læra um hvernig á að rústa heiminum. Við Óli fórum að njósna hvað væri eiginlega í gangi í HU og okkur leist ekki á blikuna.

Síðan chilluðum við bara hérna í Hyde Park, fórum niðrí bæ og í chinatown með vinum okkar að borða og höfðum það ljómandi gott að túrstast um Chicago. Ég leit hvorki í bók né á skjá alla helgina og það var súper.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?