18.7.10

Forréttindi

Nýji herbergisfélaginn minn hún Deirdre sat á kaffihúsi að lesa blaðið í morgun þegar einhver gaur teygði sig í veskið hennar og stal peningaveskinu. Hún fattaði ekki neitt en annar kaffihúsagestur sá þetta og hljóp á eftir þjófnum. Hann náði bílnúmerinu svo hún gat látið lögregluna vita.

Það er svo svekkjandi að láta stela veskinu sínu því vesenið sem fylgir því er hundraðfalt á við það sem þjófurinn fær útúr því. Því hver gengur með seðla í veskinu sínu nú til dags? Það er bara fullt af kortum og einkennisspjöldum.

Maður getur samt ekki kvartað mikið. Við erum sá hópur í öllum heiminum með hvað mestu forréttindi og lífsgæði svo það er ekki hægt að ergja sig á því að þeir sem minna meiga sín vilja teygja sig í það sem maður á.

Comments:
gangi vel með skrifin og starfsumsóknina og það! (ég veit að þetta er ekki beint athugsemd við færsluna þína)
knús frá rvk. :)
ásta
 
takk takk. Var einmitt ad senda auka skjol vardandi thessa umsokn. Svo stressandi ad saekja um starf. Eg fae illt i magan.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?