17.6.10
Tilfinningar
Ég er gagntekin af tilfinningum til vinnunnar minnar. Barnsins míns. Mér finnst það svo merkilegt. Svo klárt. Ég er svo stolt af því. Það er að verða til. Smám saman púslast það saman. Rétt í þessu var ég að gera smá hliðarútreikning og það kemur í ljós að hrinrás kísils í líkaninu stemmir. Ég er með mjög einfalda framsetningu á henni. En hún stemmir. Og ber saman við mælingar. Það er geðveikt. Það er geðveikt því það eru svo mörg spurningamerki í sambandi við kísil. Sérstaklega hvað varðar upplausn. Svo þetta eru frábærar fréttir.
Hjartað mitt sprakk næstum því af væntumþykju. Því það er þannig með börn huganna, öfugt við mennsk, að þau fá ekki skilyrðislausa ást. Þau verða að standa sig. Verða að vera góð. Annars geta þau étið það sem úti frýs.
Hjartað mitt sprakk næstum því af væntumþykju. Því það er þannig með börn huganna, öfugt við mennsk, að þau fá ekki skilyrðislausa ást. Þau verða að standa sig. Verða að vera góð. Annars geta þau étið það sem úti frýs.