27.12.09
Yfirlýsing
Jafn áreiðanlega og ég sit hérna í eldhúsinu á sunnudagskvöldi þriðja í jólum í nýju peysunni handprjónaða af móður minni að borða úkraínska gulrótarköku, á ég nú síma. Alvöru símtæki sem hægt er að hringja í og úr, senda tölvupóst í og úr, taka myndir og skrásetja líkamsræktarmarkmið. Símanúmerið er 1 312 543 5209. Ég hlakka til að tala við ykkur í símann!