11.12.09
tími og rúm
Time stays, we go. Mér finnst vikan líða á svona tíu mínútum. Það er alltaf föstudagur. Vikan er alltaf búin. Og hvað gerðist. Í þessari viku byrjaði ég á grein. Er um það bil komin með eitt graf. Vantar kannski svona tvö í viðbót.
Annað sem gerðist. Ég vann eins og geðsjúklingur alla dagana allan daginn nema miðvikudagskvöldið þegar ég fór í mat til Söru. Og á laugardaginn þegar ég fór á jólamarkaðinn og pakkaði síðan inn jólagjöfum. Síðan var ég í herliðinu í tvo tíma. Við höfum aðeins fengið 30 fyrirspurnir á þessum fyrstu fimm dögum Kaupmannahafnarráðstefnunnar. Þannig að 650 vísindamenn í viðbragðsstöðu var smá overkill. Gaman samt.
Á morgun er jólaboð hjá Kára og Bridget. Êg er búin að útvega mér far með nýbúunum. Síðan er málið að klára greinina og fara í jólafrí til New York.
Fyndið hvernig lífið færir manni borgir. Fyrsta borgin sem ég man eftir að hafa fengið var Singapúr. Allt í einu var ég þar, bjó þar, gekk í skóla þar, gekk niður strætin þar, orkídeustrætin. Síðan Dubai. Sandur allstaðar og heitt heitt heitt. Í smá stund fékk ég að njóta þess að kynnast Reykjavík, myrkrinu og ljósunum, ömmunum og öfunum, sögunni minni. Og síðan er ég í Chicago. Öll mín fullorðins ár eru í Chicago. Þekki þessa borg eins og lófann á mér. Núna er New York búin að smeygja sér inn í lífið mitt. Mitt annað heimili. Hver stjórnar þessu. Mér líður eins og strengjabrúðu og leikstjórinn lifir í ævintýraheimi. Hann þeytir hnettinum, lokar augunum og stingur niður títiprjón. Hérna setjum við Tinnu. He he he.
Annað sem gerðist. Ég vann eins og geðsjúklingur alla dagana allan daginn nema miðvikudagskvöldið þegar ég fór í mat til Söru. Og á laugardaginn þegar ég fór á jólamarkaðinn og pakkaði síðan inn jólagjöfum. Síðan var ég í herliðinu í tvo tíma. Við höfum aðeins fengið 30 fyrirspurnir á þessum fyrstu fimm dögum Kaupmannahafnarráðstefnunnar. Þannig að 650 vísindamenn í viðbragðsstöðu var smá overkill. Gaman samt.
Á morgun er jólaboð hjá Kára og Bridget. Êg er búin að útvega mér far með nýbúunum. Síðan er málið að klára greinina og fara í jólafrí til New York.
Fyndið hvernig lífið færir manni borgir. Fyrsta borgin sem ég man eftir að hafa fengið var Singapúr. Allt í einu var ég þar, bjó þar, gekk í skóla þar, gekk niður strætin þar, orkídeustrætin. Síðan Dubai. Sandur allstaðar og heitt heitt heitt. Í smá stund fékk ég að njóta þess að kynnast Reykjavík, myrkrinu og ljósunum, ömmunum og öfunum, sögunni minni. Og síðan er ég í Chicago. Öll mín fullorðins ár eru í Chicago. Þekki þessa borg eins og lófann á mér. Núna er New York búin að smeygja sér inn í lífið mitt. Mitt annað heimili. Hver stjórnar þessu. Mér líður eins og strengjabrúðu og leikstjórinn lifir í ævintýraheimi. Hann þeytir hnettinum, lokar augunum og stingur niður títiprjón. Hérna setjum við Tinnu. He he he.
Comments:
<< Home
hahaha útaf þessu "he he he" sé ég fyrir mér einhvern eins og vonda gæjann í strumpunum með risastóran hnött að nudda saman fingralöngum lófunum - þú ert nú samt heppnust að kynnast þessum borgum :) vonast bara að sjálfsögðu að heimta þig aftur í söguna og myrkrið von bráðar /Lilja
Skrifa ummæli
<< Home