14.12.09

rússibani research

Lífið mitt er eins og rússibanabuna. Í viku er ég búin að vera að vinna í þessari grein sem við erum að skrifa með stjarneðlisfræðingnum. Runnum rólega af stað, nokkrar léttar hossur í byrjun og síðan skríður hann upp svaka bretti og vvrrrrrúúúúmmm brunar niður með tilheyrandi magaverk. Það var gærdagurinn. Kom í ljós að aðferðin sem ég bjó til og er búin að vera að vinna í vinna í tvö ár. Hún virkar ekki. Bara gefur ekki nákvæmlega sömu niðurstöður og hún á að gera. Svipaðar, en ekki sömu. Guð minn góður. Jæja. Þá kemur dagurinn í dag. Rússibaninn heldur áfram, með allan þennan skriðþunga þá bara húrrast hann upp á ný. Aðferðin er ekki ómöguleg, samanburðurinn var með smá hugsunavillu. Aðferðin virkar vel. Stórvel. Vona að þessi braut sé á enda. Í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?