26.12.09

Randalín

Því miður fengum við ekkert randalín þessi jólin. Það sem ég bakaði varð allt of hart og síðan gafst ekki tími til að baka annað. En það er allt í lagi, það koma jól eftir þessi og núna er ég með uppskriftina hennar ömmu Rúnu tilbúna. Ég fékk nefnilega svo yndislega bók frá ömmu Bíbí og afa: Treasured and Delicious Icelandic Recipes. Og aftast eru tvær línustrikaðar síður þar sem maður getur skrifað eitthvað sjálfur. Og núna er Randalín þar. Phew.

Í kvöld er ég búin að bjóða nokkrum vinum okkar í mat og þá verður lambalæri. Leg of lamb úr nýju bókinni. Svaka spennandi. Graflax og andapate (ef ég get gert það úr afgöngunum) í forrétt, lambalæri, kartöflugratín og rauðkál í aðal, stollen og lebkuchen í eftir. Jei.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?