5.12.09

Piparkökuhús

Það er engin venjuleg lognmollu matargerð að elda hús. Hús með sykurpúðum og lakkríspípum meðfram öllum listum og hornum, drjúpandi sykurkurli niðrúr þakskegginu, barnætu norn sem íbúa. Árið í ár var engin undantekning. Húsgerðin byrjaði á því að ég hringdi alveg hoppandi í höfuðstöðvar Treasure Island og skammaði grey símadömuna eins og ég væri mamma hennar. Hvernig þeim dytti í hug að kalla sig evrópskasta súpermarkað Bandaríkjanna og vera ekki með piparkökuhús til sölu. Enginn selfrespecting evrópskur súpermarkaður myndi láta sjá sig án piparkökuhúss á þessum tíma árs. Ég er orðin að þessari norn sem grætti mig forðum daga. Kom í ljós að piparkökuhús var til í Treasure Island og fleiri en ein tegund. Customer service var í ruglinu. Svo ég hjólaði í einum spreng, fann hús og customer service konuna og skammaði hana fyrir að vera í ruglinu.

Brunaði heim og hrærði saman frostingið, raðaði burðarbitum og milliveggjum eins og vera ber. Frosting ofaní sprautupoka og sprautað í öll samskeyti. Smá stress í gangi þar sem ég var með fyrirlestur klukkutíma seinna. Húsinu gat ég haldið saman rétt svo en þakið vildi renna niður. Það vildi eiginlega ekki haldast. Og síðan datt þil. Og þá var bara tímaspursmál hvenær bjálkinn myndi fara. Sekúndu seinna var húsið eitt spýtnabrak.

Hvað sagði Aaliyah við tækifæri sem þetta? If at first you don´t succeed, dust yourself off and try again. You can. You can dust yourself off and try again. Dust yourself off and try again.

Ég var í ágætum tíma. 40 mín í fyrirlestur svo ég byrjaði upp á nýtt, sprautaði meira frosting í öll samskeyti og púslaði húsinu saman á nýjan leik. Hélt grunninum saman þangað til hann virtist vera nokkuð sólíd og leyfði honum að harna svolítið vel. 30 mín í fyrirlestur og ég heima hjá mér sem er 20 mín labb frá skólanum. Ekki um annað að ræða en að dúndra þakinu á. Og það hélt. Það virtist haldast. Eftir smá stund fór önnur þakplatan að renna niður. Ég reyndi að styðja við hana. Á milli hamarshögga úðaði ég í mig hrökkbrauði og granateplafræjum því þetta var í hádeginu og síðan hrundi allt heilaklabbið aftur.

Algjört klúður. Ekkert piparkökuhús þetta árið? 20 mín í fyrirlestur. Á tímum sem þessum gefst ekki rúm til að hugsa málið. Turbo Tinna tók við. Hún katapúltaði sykri úr búrinu á pönnuna. Gasið á hæsta blúss og alvöru piparkökusúperglú er tilbúið á nóinu. Allt frosting skrapað af í tvem handtökum og veggir ofan í bubblandi sykurinn. Einn tveir og bingo. Hús, albeit aðeins skakkt, til. Frosting og skraut hentist sjálft á.

10 mín í fyrirlestur. Bandóð kona þeytist útúr húsi með vettlinga dinglandi á eftir sér í bandi, kápan flaksandi og skakkt Hans og Grétu hús á skurðbretti í báðum höndum. Hún hleypur eins hratt og húsið leyfir útá miðja götu. Stöðvið! Please! Excuse me! Ellis! Gætuð þið keyrt mig á Ellis!? Indælu litlu undergrads stóðu sig þegar mest á reyndi og keyrðu mig í skólann. Piparkökuhúsið var afhent á skrifstofuna og ég komst á fyrirlesturinn minn. Eins klukkutíma og korters fyrirlesturinn minn. Fyrirlesturinn þar sem leiðbeinandinn segir í miðjum fyrirlestri "Það er villa. Þú hlýtur að vera með villu." Hann er búinn að segja þetta í heilan mánuð um þetta atriði.

"Það er ekki villa" segi ég og dreg upp kóðann. Öll grúppan rýnir í kóðann. Skref fyrir skref förum við í gegnum hvert smáatriði. Engin villa. Fleiri jöfnur uppá töflu. Endalausar athugasemdir frá grúppunni. "Er þessi liður fasti við þetta tækifæri?", "Er Gé fall af Té?" Ég kríta og kríta. Tárin fara að trítla niður kinnarnar. Sem betur fer sný ég baki í alla. Niðurstaðan er alltaf sú sama. Diffrun og deiling. Engin villa. Að lokum heyrist í leiðbeinandanum. "Huh". "Já, það lítur út fyrir að þú hafir rétt fyrir þér."

Algjört max í confrontation. Ég var svo búin á því eftir þetta að tvem dögum seinna er ég enn uppgefin. En jólaboðið var success og ég splundraði piparkökuhúsinu með kampavínsflösku. Síðan kíkti ég í kvöldkaffi til Palla og Jóhönnu og gat sagt þeim allt af létta. Það er svo notalegt að koma til þeirra. Jóhanna var með eplabrauð í ofninum og Gréta litla mús gaf mér þau sætustu knús sem maður fær bara frá himnsekum verum. Þetta var eins og í gamladaga þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og fólk sótti hvert annað heim fyrir félagsskap og huggulegheit.

Comments:
þér eruð snillingur frú Tinna. auðvitað hafðirðu rétt fyrir þér og auðvitað mættirðu með piparkökuhús í jólaboðið. annað meikar ekki sens.

snillingur!

xVala
 
svona svona. Takk samt fyrir the vote of confidence. Jólaboð er ekki jólaboð nema það sé allavegana eitthvað piparköku, hús, kall, hjarta.. Fólk gerir bara það sem það verður að gera.
 
verteggi sona hóóvær tjelling :)

Vala
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?