20.12.09

New York Jólafrí

Vá hvað ég var fegin að komast í jólafrí. Frí frá Chicago. Frí frá skrifstofunni. Frí frá leiðbeinandanum. Hér í New York eru jólin nú þegar byrjuð. Snjónum kyngdi niður í gær. Heilt fet eða þar um bil. Við Óli erum búin að hafa það svaka gott. Höfum heimsótt nokkra uppáhalds veitingastaðina mína, farið að klifra og út að borða á fínasta sushi barnum í bænum með félaga okkar Toh sem er þar fasta gestur. Omakase. Fyrsta skipti fyrir mig. Geveikt, alveg snar, ólýsanlegt. Fengum meðal annars skötuselslifur og ígulker frá báðum ströndum Bandaríkjanna og frá Japan. Sushi meistarinn var búinn að gefa okkur það sem hann ímyndaði sér að væri passlegt og þjónninn spurði okkur hvort við værum orðin södd. Við vorum það en þá segir Toh að ég sé svo hrifin af ígulkeri og það er ég. Ígulker er að mínu mati afródíta hafsins, eins ómótstæðilegt og lífið sjálft. Við fengum þrjá ígulkersfiska og það var svakalegt.

Við vorum búin að vera í Brooklyn boulders allan daginn að klifra. Óli levelleraði upp í V3. Núna klifrar hann V3 bara í bunum en ég er í vandræðum með V2. Ég er samt betri í að klifra (Þetta V3 er skalinn fyrir grjótglímu og til þess að geta eitthvað í henni þarf bara vöðva. Klifur er meira alvöru.) Þegar ég var orðin of þreytt í framhandleggjunum æfði ég mig í línudans. Fyrst gat ég varla tekið neitt skref en í lokin tók ég 6 - 7 skref. Svaka flott! Síðan kom par sem dansaði í alvöru á línunni. Dönsuðu bara fram og aftur, upp og niður, eins og það væri það eðlilegasta í heimi að dansa á línu. Þau tóku tilhlaup og stukku upp á línuna eins og teiknimyndafígúrur. Jæja!

Í kvöld eldaði ég loksins. Gnocchi og soðsteikt fennel með gulrótum og rauðvínssósu. Og Óli bauð upp á rauðvín. Heimurinn er aftur kominn á réttan kjöl.

Comments:
Elsku Tinna og Óli.

Ég óska ykkur gleðilegra jóla, njótið þeirra í botn í NYC. Ótrúlegt að það skuli vera komið ár síðan við sáumst í borgINNI.

Gleðilegt nýtt líka, ég vonast til að sjá ykkur eitthvað á nýja árinu.

knús
Vala
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?