22.12.09
Jólaundirbúningur í fullum sving
Já, hér í borg gleði og glaums er jólaundirbúningur á hæsta styrk. Lebkuchen eru bakaðar og með glassúr á. 31 jólakort er skrifað, sett í umslag, umslagið stílað á viðtakandann, frímerki límt á og svo mætti lengi telja. Jólakortaskrif er ekki eitthvað sem gert er á einu kvöldi, það er víst. Þrátt fyrir mikla vinnu myndu þetta vera hallærisjólakort. Hallæri í bókstaflegri merkingu, ekki þeirri nýaldar sem unglingar nota gjarnan. Reynt var að notast við efni og hugmyndir innan heimilisins og sem minnst sótt í verslanir.
Við Óli náðum að kaupa skrifborð í gær þrátt fyrir algjör communication breakdown. Leitandi er að jafn ítarlegu communication breakdown-i. Ég á ekki farsíma. Og er það líklega kjarni breakdownsins. Við ákváðum að hittast á "staðnum okkar" á Union Square. Þar sem ég á ekki farsíma verðum við að eiga staði hér og þar um bæinn. Nema hvað þá stend ég á horninu í 20 mínútur og ekki kemur Óli. Svo ég fer og banka upp á hjá stelpunni 15 mín of sein (sem mér finnst ómögulegt) og fæ að hringja í Óla hjá henni. Sé skrifborðið. Svaka fínt. Enginn ans. Sendi honum tölvupóst. Ekkert svar. Hringi aftur án árangurs. Kveð stúlkuna með vonir um að sjást aftur eftir smá stund. Fer á Union Square að leita að Óla. Enginn Óli.
Meðan ég er á þessum hlaupum er Óli á Union Square að bíða eftir mér. Síðan fær hann tölvupóst frá mér og fer til stelpunnar. Sér borðið. Svaka fínt. Sendir mér tölvupóst. Þá er ég farin. Til að gera langa sögu stutta þá héldum við bæði að hitt væri með eina símann sem við eigum og vorum bæði að hringja í hann en hann lá í hleðslu á gólfinu heima hjá okkur. En Óli er svo úrræðagóður að hann keypti borðið, fékk kökusneið hjá stelpunni, fann mann til að keyra sig með borðið og eigum við því núna borð frá West Elm. West Elm er tískuhúsgagnamerki og eitt hornið í svefniherberginu lítur nú út eins og bæklingur frá Crate and Barrel sem er annað húsgagnatískumerki. Tölvan er ekki lengur annað hvort ofaná eða undir eldhúsborðinu og það er meira að segja komið hljómkerfi í eldhúsið.
Skemmtilegu fréttirnar eru þær að við erum að fara að skíða í Hunter Mountain á jóladag. Höfum ekki stigið á skíði í fjögur ár. Heil fjögur ár. Jei. Vonandi handleggsbrýt ég mig ekki. Planið er að taka rútu klukkan hálf sjö. So much fyrir rólegheitsjól.
Við Óli náðum að kaupa skrifborð í gær þrátt fyrir algjör communication breakdown. Leitandi er að jafn ítarlegu communication breakdown-i. Ég á ekki farsíma. Og er það líklega kjarni breakdownsins. Við ákváðum að hittast á "staðnum okkar" á Union Square. Þar sem ég á ekki farsíma verðum við að eiga staði hér og þar um bæinn. Nema hvað þá stend ég á horninu í 20 mínútur og ekki kemur Óli. Svo ég fer og banka upp á hjá stelpunni 15 mín of sein (sem mér finnst ómögulegt) og fæ að hringja í Óla hjá henni. Sé skrifborðið. Svaka fínt. Enginn ans. Sendi honum tölvupóst. Ekkert svar. Hringi aftur án árangurs. Kveð stúlkuna með vonir um að sjást aftur eftir smá stund. Fer á Union Square að leita að Óla. Enginn Óli.
Meðan ég er á þessum hlaupum er Óli á Union Square að bíða eftir mér. Síðan fær hann tölvupóst frá mér og fer til stelpunnar. Sér borðið. Svaka fínt. Sendir mér tölvupóst. Þá er ég farin. Til að gera langa sögu stutta þá héldum við bæði að hitt væri með eina símann sem við eigum og vorum bæði að hringja í hann en hann lá í hleðslu á gólfinu heima hjá okkur. En Óli er svo úrræðagóður að hann keypti borðið, fékk kökusneið hjá stelpunni, fann mann til að keyra sig með borðið og eigum við því núna borð frá West Elm. West Elm er tískuhúsgagnamerki og eitt hornið í svefniherberginu lítur nú út eins og bæklingur frá Crate and Barrel sem er annað húsgagnatískumerki. Tölvan er ekki lengur annað hvort ofaná eða undir eldhúsborðinu og það er meira að segja komið hljómkerfi í eldhúsið.
Skemmtilegu fréttirnar eru þær að við erum að fara að skíða í Hunter Mountain á jóladag. Höfum ekki stigið á skíði í fjögur ár. Heil fjögur ár. Jei. Vonandi handleggsbrýt ég mig ekki. Planið er að taka rútu klukkan hálf sjö. So much fyrir rólegheitsjól.