23.12.09

Jólasveinar einn og átta

Strákur sem ég hitti líkti bankahruninu við fall Berlínarmúrsins og hryðjuverkaárásanna í New York. Ég hafði einhvernveginn ekki hugsað um það sem svona svakalegan atburð. Kannski vegna þess að ég nenni ekki að lesa fréttir frá landinu mínu og í þau fáu skipti sem ég tala við mömmu í síma þá forðumst við umræðuefnið eins og heitan eldinn. En núna þegar ég hlusta á "það koma vonandi jól" og heyri Vigdísi tala þá hellast yfir mig allar þessar tilfinningar sem Íslendingar eru búnir að vera að díla við í heilt ár. Svaka áfall.

Ég bakaði randalínið allt of lengi svo það breyttist í piparkökur. Jólagjöfin hans Óla var send til Chicago og allt er ómögulegt. Fjölskylda í hafnafirði heldur jólin í myrkri. Ísland er hijacked.

En þetta er svolítið skemmtileg samantekt á árinu, ef einhver er tilbúinn í það.

Comments:
Gleðileg jól Tinna mín:) alltaf jafn gaman og athyglisvert að skoða bloggið þitt, þið eruð alltaf að gera eitthvað spennandi! Kiss kiss og knús knús, vonandi fenguð þið kortið:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?