12.12.09

Gleðilega aðventu

Jólin koma, jólin koma. Allir fara að hlakka til. Ég hlakka til. Ég hlakka til að fara til New York. Mér finnst ég vera að kafna hérna í Chicago. Kafna í doktorsritgerð.

Við Sara fórum á bændamarkaðinn í morgun. Ég keypti þýska súkkulaðiköku, epli og jerúsalemsk þistilhjörtu. Það er eitthvað sem svipar til kartafla. Þurfa minni suðu og eru aðeins næringaríkari. Í gærkvöldi borðaði ég með Söru. Ég er orðinn kostgangari hjá henni. Leik við barnið meðan hún eldar. Síðan borðum við saman. Það er notalegt. Okkur finnst báðum leiðinlegt að borða án félagsskaps annars fullorðins einstaklings.

Hér er aðeins farið að hlýna, bara rétt neðan við frostmark í dag. Þvílíkur munur. Ég þarf ekki að fá mér matskeið af ólívuolíu þegar það er bara um frostmark.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?