8.11.09

sunnudagur

Sunnudagur hefur verið hvíldardagurinn frá manna minnum. Ég er 100% sammála Guðna Ágústssyni að hann eigi að halda hátíðlega og vera fjölskyldudagur, helst með ofnsteik, sósu og kartöflu gratíni.

Á tímabili fórum við Óli í dagsferðir á sunnudögum. Það var gaman. Einu sinni fórum við í Indiana Dunes, á ströndina. Hún var mjög menguð. Einu sinni fórum við í Frank Lloyd Wright hverfið, einu sinni í Pullman útópíuna. Á tímabili fórum við alltaf að klifra á sunnudögum.

Í dag fór ég út að skokka. Á meðan ég var að skokka brutust allskonar tilfinningar út og ég fór að gráta. Það var óþægilegt. Erfitt er að skokka og gráta á sama tíma. Síðan jafnaði ég mig. Aðallega er ég búin að sitja við skrifborðið að undirbúa fyrirlestur fyrir morgundaginn. Óli er að klifra en hann er líka í New York. Í Chicago er tími peningar. Eða viska. Djók.

Það góða er að Liz er að elda steik. Lambasteik. Ilmar svaka vel. Mmm.

Comments:
stórt knús til þín elsku frænka mín og vinkona /L.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?