14.11.09

Skráð í herinn

Eftir tæpan mánuð verður heljarinnar ráðstefna í Kaupmannahöfn á vegum sameinuðu þjóðanna. Tilefnið er að endurnýja á Kyoto bókunina sem er orðin 12 ára gömul og úrelt. Búist er við mikilli umfjöllun í fjölmiðlum um allt sem viðkemur gróðurhúsaáhrifunum. Til að aðstoða blaðamenn er ameríska jarðeðlisfræðifélagið að skipuleggja vettvang þar sem blaðamenn hafa aðgang að vísindamönnum 24-7 á netinu.

Um fimm vísindamenn verða til taks á hverjum tíma til að svara fyrirspurnum jafnóðum og þær koma inn í þetta net-prógram. Minn tími er á þriðjudaginn 8. des milli 10 og 12 fyrir hádegi. Spennandi!

Síðan mælti ég með vísindamanni að koma í deildina okkar og halda fyrirlestur. Henni var boðið og hún þáði. Þetta er konan sem ég var að vonast til að myndi bjóða mér að halda fyrirlestur á ocean sciences ráðstefnunni í ferúar. Hún gerði það ekki svo ég ákvað bara að bjóða henni í staðin. Ég mun skipuleggja heimsóknina. Við hverja hún talar og hvert við förum með hana að borða. Gaman gaman. Allskonar spennandi í gangi.

Comments:
Vá, kúl stöff.
ORRI
 
mikið er þetta spennandi! Gangi þér vel með þetta allt saman.
Kv. mamma
 
Til hamingju með þetta, þú hefur auðvitað svo margt gott fram að færa í þessari umræðu. Gangi þér vel :-)
Risaknús frá okkur öllum,
Begga
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?