29.11.09

Mjög þakklát

Ég man ekki eftir jafn indælli þakkargjarðarhátíð og þeirri er lýkur í dag. Óli minn flaug til Chicago og við höfðum húsið fyrir okkur. Það er fjögra hæða hús með tvem stofum, eldhúsi með skúffum og borðplássi, fleiri svefnherbergjum en við getum talið, næstum því jafn mörg baðherbergi, kjallari, skápar, skrifstofur, saumaherbergi. Að ekki sé talað um forstofuna. Hrikalegur lúxus.

Á aðalhátíðisdeginum fórum við til Palla og Jóhönnu sem eru nýflutt í Hyde Park. Það var gaman að hitta þau í stórglæsilegri íslensk-ameríksri veislu. Það hafði lengi verið hugmynd hjá okkur Óla að hjóla til Milwaukee. Frá Chicago er hægt að taka lest hálfa leið og hjóla síðan svona 100 kílómetra. Svona eins og til Selfoss kannski. Þegar á hólminn var komið gugnuðum við, eða ég, og við ákváðum að hjóla frekar til Evanston. Evanston er bær rétt norðan við Chicago. Þar er frægur skóli sem heitir Northwestern. Kári og Bridget búa líka þar.

Fyrst hjóluðum við í klifurhúsið og klifruðum aðeins. Óli mikið, ég aðeins. Ég nennti eiginlega ekkert að klifra en fannst samt gaman að klifra brautir sem einhverjir byrjendur voru að reyna við. Það fór ekkert mikið í taugarnar á þeim. Síðan komum við við í ísbúðinni og fengum smá ís til að hafa orku í að hjóla meir og vorum örugglega í 4 tíma á leiðinni þangað upp eftir. Aðfangastaðurinn var hótel sem áður var heimili kvenna (women´s house) og heitir Margarita Inn. Það er stórglæsilegt hótel sem er enn á fjórða áratugnum. Bara Duke og Benny á fóninum. Eins og að koma í betri stofuna hjá langömmu Sigríði. Nema maður mátti sitja í sófunum. Óli lét reyna á research hæfileikana og fann alveg súper veitingastað fyrir okkur. Lupita´s.

Enn betri mat fengum við samt hjá Söru okkar og Young Jin í gær. Þriggja daga undirbúningur. Tvær týpur af brauði í stuffingið og bæði heimabökuð. Kalkúnn frá bóndanum okkar honum Bruno. Það eina sem ekki var frá Illinois var hveitið, þó það sé reyndar möguleiki, og vínin. Vínin sóttum við til Þýskalands í haust og létum senda frá Frakklandi. Annars var allt local. En það er einmitt filosófían okkar: Local Organic Sustainable. Alveg yndisleg filosófía.

Comments:
hljómar vel, við ættum að hafa þakkargjörðarhátíð hér á Íslandi líka:)
Kveðja,
Ásta
 
Já, þetta er alveg yndisleg hátíð. Engir pakkar ekkert stress. Bara dýrindis matur og góður félagsskapur.
 
Þetta er svolítið eins og Þorrablót bara með betri mat og minna Brennivíni.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?