27.10.09

Komin í eigið húsnæði

Loksins, eftir smá pre-midlife crisis þar sem við bjuggum í kommúnum með unglingum, erum við Óli komin í okkar eigin íbúð. Það er frekar gott. Það var alveg gott að búa með krökkunum, sérstaklega krökkunum hans Óla, en þetta er samt betra. Auðvitað er alltaf eitthvað sem betur má fara. Í þessari íbúð eru til dæmis ekki til staðar þau eldhúsáhöld sem eru nútímamanninum nauðsinleg. Eins og diskar, hnífapör, pottar, skurðbretti né varla neitt. Það eru nokkrar skálar, ein panna, einn hnífur og svaka fínar salt og pipar kvarnir. Með þessu er hægt að grilla heilan kjúkling því aðalingrediensið fyrir utan kjullann er salt og pipar. Kjúkling er gott að borða með puttunum og kjúklingasúpu úr afgangnum er vel hægt að búa til í pönnu.

En dótið okkar kemur á miðvikudaginn og þá verður nú gaman. Alvöru rúm, píanó, stólar. Allskonar dót sem maður tekur sem sjálfsögðum þægindum. Við eigum nú ekki mikið dót, það rúmar um 6.5 rúmmetra, en þrátt fyrir það lítur út fyrir að við verðum að fá okkur geymslu úti í bæ. Íbúðin er 30 fermetrar sem er aðeins stærra en sumarbústaðurinn okkar. Það góða við hana er að hún er vel einangruð og kynt. Engir sultardropar eða frosið í pípunum eins og á soho loftinu. Mínusinn er að báðir gluggarnir snúa útí port svo hún er frekar dimm. Plúsinn er að hún er algjör krúttibolla. Parket, flísar, listar er allt um 100 ára gamalt sem er um það bil tíminn sem það tekur fyrir yfirborð þróa með sér sál og karakter til að umlykja íbúa þeirri ást og umhyggju sem þeir eiga skilið.

Comments:
myndir, myndir, myndir!

kv.
Vala
 
meðtekið. Gæti tekið nokkra daga, sér ekki í íbúðina sökum dóts.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?