4.10.09
Hámark ídealismanns
Þá er ég flutt inn á háaloftið hennar Liz. Það er eins og að vera í bbc þætti. Kettlingar leika sér á gólfinu hjá mér með skopparakringlu. Úti er sól og smá gola kemur inn um gluggana. Ég sé inn í næsta garð þar sem kona vökvar með pastel litaðri garðkönnu og hani með skrautlitaðar stélfjaðrir vappar um. Af og til rennur lest framhjá og segir chu chu. Hvað gerir maður þegar allt er fullkomið?