20.9.09

Sveitasæla

Svo ótrúlega heppin var ég að komast upp í sveit með móður minni um helgina. Við grófum tveggja metra langan skurð sem við fylltum af skít. Vorum svo heppin að Orri hafði nokkrum vikum áður keyrt heilt kerruhlass frá Brúsholti og var góður bingur á stæðinu okkar. Ég gat líka tínt heilmargar frostsprungnar hellur í flögum fyrir utan girðinguna og haldið áfram með eylífðar hellulagningaverkefnið mitt. Við matreiddum banvænan kokteil ofan í mýsnar og vonumst til að þær gæði sér á honum. Síðast og ekki síst nutum við útsýnisins út um borðstofugluggann í tíma og ótíma. Toppurinn á tilverunni.

Núna er hugmyndin að frílysta sig aðeins og kíkja á Kjarvalstaði á sýningu þeirra Ameríkukvenna Lovísu og Nínu. Ég er að fara að sporta mig með móður og tengdamóður. Þessi ljómandi góðu orð lærði ég í morgun. Visa-umsóknin mín var samþykkt og fæ ég það í hendurnar á morgun og fer síðan beina leið til New York og þaðan til Chicago nokkrum dögum síðar. Þetta var stutt, aðeins óvænt og innhverf heimsókn. Kíkti bara til ömmu og afa x 2 og upp í sveit, bjó til kæfu með mömmu og á einn menningarviðburð. That´s it. Jú, reyndar, dedúaði heilmikið við þessa blessuðu vegbréfsáritun.

Comments:
já sælir nú! er mín á landinu? Sýnist þú hafa notið þín vel á Ísalandinu. Það er nú ljúft að skella sér í sveitina.

Góða ferð aftur vestur...vildi að ég væri að fara með þér!

later gater
Vala
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?