25.9.09
Íbúð óskast í New York
Nei, bíddu við. Komin með íbúð! Svaka flotta, risa svefniherbergi, sæt eldhúsinnrétting, fín stofa, allt upprunalegt, gólf og dót. Og, svaka gott verð, sem við prúttuðum niður um hundrað og fimmtíu dollara. Sem er fullt. Ég er ekkert smá ánægð með mig og þetta ástand, að vera með þak yfir höfuðið.
Ég fann það á mér að þessi íbúð yrði góð. Ég eyddi öllum gærdeginum og deginum þar á undan að leita og lenti í ýmsu misjöfnu. Snarbrjáluðum bróker og öðrum sem urraði blótsyrði inn á símsvarann hjá mér (hafði ekki lent í því áður - fékk smá áfall). Síðan hringdi þessi gæji og ég sagði honum að ég væri að leita að pre-war, í lower east side og vildi borga $1600. Hann lýsti fyrir mér einni íbúð og ég vissi að það myndi vera íbúðin. Og það var rétt.
Ég fann það á mér að þessi íbúð yrði góð. Ég eyddi öllum gærdeginum og deginum þar á undan að leita og lenti í ýmsu misjöfnu. Snarbrjáluðum bróker og öðrum sem urraði blótsyrði inn á símsvarann hjá mér (hafði ekki lent í því áður - fékk smá áfall). Síðan hringdi þessi gæji og ég sagði honum að ég væri að leita að pre-war, í lower east side og vildi borga $1600. Hann lýsti fyrir mér einni íbúð og ég vissi að það myndi vera íbúðin. Og það var rétt.
Comments:
<< Home
næs! enda þýðir ekkert annað en að koma sér aftur á Manhattan. Ertu alfarin til NY? Búin að yfirgefa Obama?
Til hamingju, hlakka til að koma og heimsækja ykkur þangað...ég mun sko láta verða af því áður en of langt um líður.
Til hamingju, hlakka til að koma og heimsækja ykkur þangað...ég mun sko láta verða af því áður en of langt um líður.
Nei nei, eg er einmitt a leidinni til Chicago a haaloftid mitt thar. Verd thar i nokkra manudi i vidbot. Er akkurat nuna a gamla LaGuardia flugvellinum. Hann er mjog fallegur, og bara 7 hlid, alveg eins og a gamla keflavikurvellinum, plus art-deco skreytingar.
Velkomin i heimsokn, lofa ekki miklu privacii.. thetta er engin park avenue svita:)
Skrifa ummæli
Velkomin i heimsokn, lofa ekki miklu privacii.. thetta er engin park avenue svita:)
<< Home