28.9.09

Chicago Chicago

Þessi september mánuður hefur ekki verið lítið snar. Ég er búin að vera eins og þeytispjald um heiminn. Leyf mér að rifja upp borgirnar:

Chicago - London - Broeckenhurst - Prag - Plzen - Bayeruth - Bamberg - Bernkastel - Frankfurt - Reykjavik - New York - Chicago

Ráðstefnan á sveitasetrinu í Broeckenhurst var alveg frábær. Ég náði að mingla með fullt af vísindamönnum, halda fyrirlestur og læra fullt um fagið mitt. Fékk nokkrar hugmyndir og leiðréttingar á því sem ég er að gera. Síðan hitti ég Óla minn og hans æsku félaga í Prag. Eftir nokkra daga héldum við til Þýskalands í Mosel-vínsmökkun og síðan heim. Nema Óli fór til New York og ég til Íslands ó hve það var yndislegt.

New York á heimleiðinni var að vonum súper en nú er ég komin aftur til Chicago og það er alveg stórgott. Yndislegt að hitta grúppuna sína aftur og vinnufélagana. Og ég fékk óvænt boð um að vera gestafyrirlesari. Á að vera með 2-3 fyrirlestra um export, sem er sérsviðið mitt. Carbon export out of the euphotic zone. Gaman gaman.

Ég er flutt inn til Liz. Það eru tveir kettlingar á heimilinu sem voru eitthvað að hnoðast á mér í alla nótt. Verð að reyna að finna útúr því.

Comments:
Kæra eiginkona,

þetta er fyrsta vefsíðan sem ég heimsæki á netbókinni, honum Tyrfli. Hef ég nú nokkrar athugasemdir fram að færa. Í fyrsta lagi vantar mikilvægar borgir í upptalninguna, en þær eru Wurzburg, Wehlen og Bacharach. Það mætti einnig bæta við Lieser, Piesport, Urzig og Graach. Í annan stað óska ég þér til hamingju með fyrirlestrarboðið. Að endingu er það ekki rökrétt að kvarta yfir kettlingum.

Yðar elskulegi eiginmaður,

Óli Þór Atlason
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?