12.8.09

Williamsburg, Brooklyn

Trust fund krakkar í köflóttum skyrtum og skintight gallabuxum. Tattú á hálsinum. Eyrnalokar í kinnunum. Rotta flöt eins og pönnukaka með innyflin útum allt. Ég þarf að svífa yfir hana og passa mig að kasta ekki upp í morgunskokkinu. Krakkar í stickhokkí milli glerbrota. Sætur ilmur kannabis leikur um og house glymur úr öðruhverju húsi. Ég hleyp út á íþróttavöllinn á hlaupabrautina og skokka framhjá 100 ára gamalli konu með kryppu niðrá braut. Gömlum köllum með olíver twist húfu, glæsilegum píum í litlum naríum, aðeins minna glæsilegum píum að hlaupa af sér baby-fat. Her af myndarlegum Mexíkönum hlaupa á fótboltavöllinn. Vicky rokkar í ipodnum.

Þetta hverfi er alveg ágætt. Svolítið eins og MH. Hún Sigurbjörg myndi vera ánægð með íþróttavöllinn. Skrifborðið í herberginu hans Óla er jafn stórt og borðin í skólastofunum. Tölvan mín rétt kemst fyrir. Það er ágætt. Hank og cupcakes eru sæt. Þau setja tahini í allt. Og borða salat í hvert mál. Hrikalega gott salat.

Gömlu skólafélagar Óla voru í bænum í gær. Frá Ástralíu, Boston og Hells Kitchen. Við hittumst á veitingastaðnum Fig and Olive sem er versti staður sem við höfum nokkurntíman farið á. Allt útlit og ekkert innihald. Þjónustan hrikaleg og maturinn verri. Við vorum hins vegar svaka hamingjusöm með að upplifa hversu góð við erum í að velja staði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?