13.8.09

Williamsburg, Brooklyn II

Ég er eitthvað í vandræðum með að einbeita mér í þessum steikjandi hita. Loftkælingin puðar árangurslaust svo ég ákveð að fara út á leikvanginn. Skokka nokkra hringi. Skokk, eða hlaup, er jú all the rage, allavegana á face book. Menn virðast keppast um að segja hvað þeir skokkuðu langt, upp á hvaða fjöll og hve stuttan tíma það tók. Á gervigrasinu eru tvö lið að spila fótbolta. Suður-Amerísk. Eða bara Amerísk. Nokkrar kærustur og kríli að horfa. Eitt þétt Mexíkóskt kríli með meiri áhuga á langhlaupi en fótbolta hvatti mig til dáða með því að standa á línunni tilbúinn með lófann útréttan. Ég sló í þennan litla lófa jafn sæl og eigandinn og hélt áfram að hlaupa helmingi fleiri hringi en ég hafði áður gert. Gat ekki látið eina aðdáandann minn verða fyrir vonbrigðum.

Síðan fórum við Óli á stand up í the cove. Bakherbergi af Lovin Cup þar sem furðulegustu sjov verða til. Furðulegustu og fyndnustu. Ég pissaði næstum því í mig og datt niður í pollinn af hlátri. Aldrei hef ég upplifað jafn litla stjórn á sjálfri mér. Ég grenjaði af hlátri, hristist til og sveiflaðist um hnéin á mér. Vá hvað þessir menn voru ógeðslega fyndir. Fáránlega.

Comments:
Gott að heyra Tinna mín, hefði verið gaman að sjá þetta stand upp;)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?