14.8.09

Vinningshafi

Já, það er ég! Rétt í þessu fékk ég tilkynningu um að ég hefði unnið a pyranometer. Fyrir að taka þátt í getraun LI-COR fyrirtækisins. En þeir framleiddu co2-mælinn sem ég keypti fyrir kúrsinn hans Davids. Ekki vissi ég hvað pyranometer var og eins og oftar kom alfræðiritið wikipedia mér til aðstoðar. Kynni ég ekki að lesa myndi ég halda að ég hefði unnið geimskip. Gaman að þessu.

Ég held ég hafi ekki unnið neitt síðan ég vann 3 lítra af gelato í Singapúr um árið. Það er nú ekki lítið gaman að vinna eitthvað.

Gaman er líka að fá afmælisgjöf. Á morgun fæ ég loksins afmælisgjöfina mína. Hún er ferð uppí the Gunks að læra á dótaklifur. Jei! Klifurfélagi okkar, Toh, kemur líka og við ætlum að hitta Jason aftur, leiðsögumanninn sem fór með okkur í ísklifur á afmælinu hans Óla. Gaman gaman.

Comments:
til hamingju með vinninginn. ég ætla bara að ímynda mér að þú hafir unnið geimskip :) það er kúl.

hvað er dótaklifur?
 
hm... þetta er ég Vala
 
Dótaklifur er íslenska fyrir trad-climbing, eða traditional climbing. Það er þegar maður er með fullt af "gamaldags" (traditional) græjum sem maður setur inn í sprungur til að tryggja sig. Í staðin fyrir að krækja í bolta sem hafa verið kyrfilega boraðir (með nútímagræjum) í klöppina.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?