16.8.09
Súper frábært klifur
Ég fékk í ammilis klifur ferð í the gunks með leiðsögumanninum sem við elskum, Jason í High Exposure. Að sjálfsögðu vaknar maður fyrir allar aldir til að taka fyrsta rútubílinn upp eftir. Það var þykk þoka yfir öllu þegar við komum á áfangastað en henni létti fyrr en við höfðum kosið. Við ákváðum að klifra eina klassíska braut, directissimo. Hún er 5.9 og þriggja þrepa. Það þýðir að við ráðum ágætlega við hana og þurfum að stoppa tvisvar á leiðinni til að skiptast á með reipið.
Fyrsti leggur gekk ágætlega. Jason klifraði fyrst (leiddi) og ég var númer tvö. Þetta var nú ekkert of auðvelt og ég var aðeins í vandræðum strax í byrjun. Sem betur fer fékk ég svaka gott beta frá Bobby sem gekk óvænt framhjá. Við komumst öll upp fyrsta legginn og stóðum þá öll í einu knippi á smá steinhellu. Létum haádegissólina baka okkur. Jason fór af stað næsta legg sem byrjaði með nokkra metra traverse-i. Á miðri leið snýr hann sér til okkar og segir "úff, þetta er bara aðeins pump-y - haldiði handleggjunum beinum".
Og við vorum mjög sammála. Algjörlega pumpy.
Það tók nokkrar tilraunir að komast framhjá cruxinu sem kom í ljós að var 5.10 gráða en öll komumst við á næsta þrep. Hádegissólin lét ekki sitt eftir liggja og skórnir hans Óla bráðnuðu og spændust upp.
Í dag er ég búin að sofa og borða. Algjörlega búin áðí. En hrikalega hamingjusöm.
Fyrsti leggur gekk ágætlega. Jason klifraði fyrst (leiddi) og ég var númer tvö. Þetta var nú ekkert of auðvelt og ég var aðeins í vandræðum strax í byrjun. Sem betur fer fékk ég svaka gott beta frá Bobby sem gekk óvænt framhjá. Við komumst öll upp fyrsta legginn og stóðum þá öll í einu knippi á smá steinhellu. Létum haádegissólina baka okkur. Jason fór af stað næsta legg sem byrjaði með nokkra metra traverse-i. Á miðri leið snýr hann sér til okkar og segir "úff, þetta er bara aðeins pump-y - haldiði handleggjunum beinum".
Og við vorum mjög sammála. Algjörlega pumpy.
Það tók nokkrar tilraunir að komast framhjá cruxinu sem kom í ljós að var 5.10 gráða en öll komumst við á næsta þrep. Hádegissólin lét ekki sitt eftir liggja og skórnir hans Óla bráðnuðu og spændust upp.
Í dag er ég búin að sofa og borða. Algjörlega búin áðí. En hrikalega hamingjusöm.