27.8.09

stress galore

Það er svo snarbrjálað að vera svona stressuð eins og ég er þessa dagana. Cortisol alveg í hámarki og þvílík víma er það. Ha! Blóðsykrinum er dúndrað upp í hæstu hæðir þannig að ég er öll á iði eins og ég sé með add. Stanslaus framleiðsla á magasýrum lætur mig vera með niðurgang og blóðþrýstingurinn í rugli því þarmarnir strika á natríum og klóríð verkefnunum. Þetta er ekki uppáhalds hormónið mitt, það er á hreinu. Þá kysi ég nú frekar progesterone. Eða dópamín.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?