19.8.09
Herbergi og húsaskjól
Það lá fyrir að ég yrði á götunni um mánaðarmótin. Hvernig á maður að nenna að standa í því að finna sér húsaskjól á nokkura mánaða fresti? Ég veit það ekki og ég nennti því ekki. Heimurinn sér um sína og lét ekki bara eitt heldur tvö herbergi detta í fangið á mér í dag. Plús sér baðherbergi. Háaloft hjá hálfdönskum ung-prófessor í deildinni minni sem ég veit fyrir víst að er mjög snyrtileg og vill bara hafa fínt hjá sér.
Ég upplifði nýja vídd á því að "hafa fínt hjá sér" í sumar þegar ég bjó (er meira og minna flutt á skrifstofuna) með grunnnemendum. Þeir sem muna lýsingar á því hvernig var innanstokks hjá galdramanninum Gaunt geta gert sér í hugarlund umgengnina hjá þessum ungmennum. Hún er ekki til fyrirmyndar.
Annars kom ég heim frá New York í gær. Það var ljómandi gott fyrir utan eitt lítið smáatriði sem virðist vera rauður þráður í gegnum líf mitt. Lyklar. Er svaka léleg að stjórna lífi mínu lyklalega séð. Vildi ég gæti hraðspólað í framtíðina þar sem maður opnar dyrnar með fingrafarinu. En við erum víst öll í 2009 og lyklarnir mínir voru í New Hampshire. Allt kisu að kenna.
Þið haldið kannski að ég sé farin að bulla en þetta er allt dagsatt. Sem betur fer er ég fyrir löngu búin að átta mig á mér og því er ég með rúm á skrifstofunni, náttföt og tannhirðudót, jógúrt, wetabix og alla þá ávexti sem hugurinn gæti girnst í morgunmat. Brauð, skinku, ost, sinnep og tómat í hádegismat. Eina sem vantar er lasagna og rauðvín í kvöldmat. Því er annað hvort annar skammtur af morgunmat eða hádegismat í kvöldmat og er það eini vankanturinn á þessu fyrirkomulagi.
Ég upplifði nýja vídd á því að "hafa fínt hjá sér" í sumar þegar ég bjó (er meira og minna flutt á skrifstofuna) með grunnnemendum. Þeir sem muna lýsingar á því hvernig var innanstokks hjá galdramanninum Gaunt geta gert sér í hugarlund umgengnina hjá þessum ungmennum. Hún er ekki til fyrirmyndar.
Annars kom ég heim frá New York í gær. Það var ljómandi gott fyrir utan eitt lítið smáatriði sem virðist vera rauður þráður í gegnum líf mitt. Lyklar. Er svaka léleg að stjórna lífi mínu lyklalega séð. Vildi ég gæti hraðspólað í framtíðina þar sem maður opnar dyrnar með fingrafarinu. En við erum víst öll í 2009 og lyklarnir mínir voru í New Hampshire. Allt kisu að kenna.
Þið haldið kannski að ég sé farin að bulla en þetta er allt dagsatt. Sem betur fer er ég fyrir löngu búin að átta mig á mér og því er ég með rúm á skrifstofunni, náttföt og tannhirðudót, jógúrt, wetabix og alla þá ávexti sem hugurinn gæti girnst í morgunmat. Brauð, skinku, ost, sinnep og tómat í hádegismat. Eina sem vantar er lasagna og rauðvín í kvöldmat. Því er annað hvort annar skammtur af morgunmat eða hádegismat í kvöldmat og er það eini vankanturinn á þessu fyrirkomulagi.