3.8.09

Fyrsti í teleport

Ég var búin að eiga ljómandi árangursríkan dag í Housing Works þegar ég ákvað að labba í Chelsea Market. Mig var búið að langa að fara í Chelsea Market að versla í nokkurn tíma því hér í Williamsburg höfum við ekki fundið neina góða matvöruverslun.

Housing Works er náttúrulega í Soho svo ég labba af stað í norður og vestur í áttina að Chelsea. Framhjá New York University. NYU er í West Village sem er á milli Soho og Chelsea. Ég er bara að labba, í norður og vestur, þangað til allt í einu er ég komin á Lower East side. Lower East side er fyrir austan Soho. Þetta var svo dularfullt. Ég hef aldrei heyrt minnst á ormagöng í West Village sem er ótrúlegt því þvílíkur aragrúi af fólki er þar alla daga. Hreint ótrúlegt að enginn skuli hafa gengið inn í þau.

En ég gat ekki annað gert en að labba aftur í Soho og síðan sömu leiðina aftur. Ekki alveg sömu leið því ég náði að sveigja framhjá þessum óláns göngum.

Óli trúir mér svona rétt mátulega. Hann þekkir það hversu áttavilt ég er. Hinsvegar, ef ég byrjaði allt í einu að labba í suður og austur eftir að hafa labbað hátt í hálftíma í norður og vestur eins og hann telur sig trú um, þá hef ég gert það á hraða ljóssins, því ég upplifði það ekki. Hvort sem er, þá er ljóst að yfirnáttúruleg öfl eru að spila með mig.

Comments:
Eins gott að þú varst ekki að labba Norður og niður, þá fyrst værirðu í vanda
 
Áttavilla er ættlæg og ég trúi þér alveg!
Áslaug áttavillta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?