9.7.09

The little things

Ég lánaði Christian vini mínum hjólin okkar Óla því foreldrar hans voru að koma í heimsókn. Í kvöld kom hann með þau aftur og hvað ætli ég hafi fundið í hliðartöskunni þegar ég var að setja þau í hjólageymsluna? Toblerone af stærstu gerð!

Ég hef aldrei fengið svona stórt toblerone og það er geðveikt. Geðveikt gaman að fá svona stórt toblerone. Ekki því ég ímynda mér hvað það verður gott að borða það. Það er eitthvað sérstakt við toblerone. Eitthvað gamalt og gott. Toblerone minnir mig á ömmu og afa, heimkomu þeirra frá útlöndum. Það var alltaf tilhlökkunarefni að amma og afi kæmu heim úr utanlandsferð. Það er bara betra að hafa þau í Bjarmalandinu (Miðleitinu) eða Stóragerðinu. Einn af örfáu föstu punktunum í tilverunni.

Annað sem ég er að upplifa þessa dagana er að ganga með veski. Ég hef veigrað mér frá því að ganga með veski þar sem ég týni hlutum sem ég á með reglulegu millibili og því fannst mér ekki gáfulegt að setja öll eggin mín í eina körfu. En núna er ég að vona að tímabilinu í lífinu þar sem ég týni hlutum sé lokið og því keypti ég mér veski um daginn í New York. Það er gaman að upplifa það að vera með veski. Það er svo fullt af dóti að ég þarf að grammsa í því vel og lengi til að finna lyklana mína. Það finnst mér geðveikt. Ég fíla mig eins og kvikmyndastjörnu þegar ég stend fyrir utan húsið að grammsa í veskinu sem ég keypti í New York.

Comments:
Ég elska veski sem geta hangið utan um öxlina á manni - svokallað axlarhangiveski...
 
utan um öxlina.. ekki bara á öxlinni? Mitt hangir frekar vel á öxlinni, höldin eru frekar stöm. Enda búin til úr plastflöskum!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?