16.7.09

Á labbinu

Enn eitt tímabil í lífinu þar sem ég finn mig á rannsóknastofu. Í þetta sinn er það ekki svo slæmt. Ég náði að búa til spliff sem lagar vandamál í tækinu. Spliffið er hitaskiljari. Frekar einfalt. Koparleiðsla rúlluð upp og sett í vatnsbað með thermostat. Þannig að þegar "fiskurinn" er á hafsbotni og dælir upp ísköldum sjó þá er hann hitaður að herbergishita áður en hann fer í tækið. Við föttuðum nefnilega að tækið fílar ekki kaldan sjó. Og hver getur ljáð því það?

Svo núna er ég að gera allskonar test. Og stara á tækið meðan það vinnur. En síðan er mér boðið í mat. Það er einn plús við að búa einn. Fólk sér aumur á manni og býður manni í mat.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?