1.7.09
Eldhús súper
Lífið er eins og veðrið: flókið, illskiljanlegt og hverfult. Hvað sem er getur gerst. Maður reynir að skipuleggja og taka ákvarðanir sem eiga að leiða að óska-takmarkinu, en staðreyndin sú að maður hefur enga stjórn á þessu. Lífið er seigfljótandi og maður er fastur í sýrópinu.
Ég var að flytja inn í íbúð sem ég hélt að væri bara svona meðal undergrad kommúna. En, það var surprise. Það kom í ljós að eldhúsið í þessari annars venjulegu íbúð er með áður óþekkt aðdráttarafl. Það lokkar fólk til sín og seiðkraftur þess fær fólk til að elda sérstaklega góðan mat.
Ég var alveg uppgefin eftir að vera búin að flytja stanslaust í tvo daga. Ég hugsaði með mér að ég ætti að kíkja til Söru og athuga hvort hún væri ekki að elda. Síðan hugsaði ég að ég ætti kannski bara að hita upp súpu sem ég keypti á farmers. Ég gekk inn í eldhúsið og leit aðeins ofaní pokana sem ég kom með. Sá þar sæta kartöflu. Hmm, ætti ég að gera eitthvað með þessa kartöflu. Þá sá ég steinseljurótina og aspasinn. Tannhjólin tifuðust aðeins. Spínat, hvítlaukur og engifer. Karrípaste, tómatpúrre, salt og pipar. Byggflögur til að drýgja. Hálftíma seinna ljúffengur kvöldmatur. Ristabrauð með jurtum og nýstrokkuðu smjöri í meðlæti
Í gær fékk ég tyrkneska soppu hjá Arik og hún var ekki síðri. Sætur púrrulaukur með gulrótum, hrísgrjónum og sítrónugrasi til að vega á móti púrrunni. Brauð með geitaosti og grillaðri papriku í meðlæti. Í hádeginu eldar Ian sér alltaf eitthvað stir fry og það ilmar alveg guðdómlega. Ég er í skýjunum með þetta eldhús.
Ég var að flytja inn í íbúð sem ég hélt að væri bara svona meðal undergrad kommúna. En, það var surprise. Það kom í ljós að eldhúsið í þessari annars venjulegu íbúð er með áður óþekkt aðdráttarafl. Það lokkar fólk til sín og seiðkraftur þess fær fólk til að elda sérstaklega góðan mat.
Ég var alveg uppgefin eftir að vera búin að flytja stanslaust í tvo daga. Ég hugsaði með mér að ég ætti að kíkja til Söru og athuga hvort hún væri ekki að elda. Síðan hugsaði ég að ég ætti kannski bara að hita upp súpu sem ég keypti á farmers. Ég gekk inn í eldhúsið og leit aðeins ofaní pokana sem ég kom með. Sá þar sæta kartöflu. Hmm, ætti ég að gera eitthvað með þessa kartöflu. Þá sá ég steinseljurótina og aspasinn. Tannhjólin tifuðust aðeins. Spínat, hvítlaukur og engifer. Karrípaste, tómatpúrre, salt og pipar. Byggflögur til að drýgja. Hálftíma seinna ljúffengur kvöldmatur. Ristabrauð með jurtum og nýstrokkuðu smjöri í meðlæti
Í gær fékk ég tyrkneska soppu hjá Arik og hún var ekki síðri. Sætur púrrulaukur með gulrótum, hrísgrjónum og sítrónugrasi til að vega á móti púrrunni. Brauð með geitaosti og grillaðri papriku í meðlæti. Í hádeginu eldar Ian sér alltaf eitthvað stir fry og það ilmar alveg guðdómlega. Ég er í skýjunum með þetta eldhús.
Comments:
<< Home
Aldeilis girnilegar upptalningar hjá þér Tinna. Hráefnið sýnist ekki vera af lakara taginu.
Kveðja,
Gía
Skrifa ummæli
Kveðja,
Gía
<< Home