24.7.09

Brooklyn

Þá er Óli fluttur til Brooklyn og það er ekkert eins og í sex and the city. Reyndar býr hann í Williamsburg með ameríksum MH-ingunum, ekki í Prospect Heights eins og Miranda. Ég fór í heimsókn núna um helgina og fékk að upplifa þá súper-stemmningu sem ræður þar ríkjum.

Við fórum á tónleika. Keyptum okkur inn á eitthvað band sem við þekktum náttúrulega ekki og það kom í ljós að upphitunar-bandið var 100 sinnum skemmtilegra. Það var hljómsveitin Gordon Voidwell og þeir krakkar voru ekkert smá hressir. Þau spiluðu tölvu og trommu tónlist og sungu. Eitt lagið er meira að segja um brauð! En síðan þegar þau voru búin að spila heillengi og voru í miðju lagi skiptu þau öll um pláss og hljóðfæri. Lagið hélt áfram en takturinn breyttist aðeins og melódían pínu líka. Alveg stórkostlegt.

Herbergisfélagar Óla eru hljómsveitin Hank and Cupcakes. Þau eru par frá Ísrael. Hún syngur og spilar á trommur. Hann spilar á bassa og synthesiser. Þau eru að spila í kvöld en ég í Chicago og missi því af þeim. Kannski fer Óli.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?